Listi sjálfstæðismanna tilbúinn

Sjálfstæðismenn í Rangárþingi ytra hafa gengið frá framboðslista sínum. Hann var samþykktur á fundi sjálfstæðisfélaganna Fróða og Fjölnis á Hellu sl. laugardag.

Listann skipa:
1. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, bæjarstjóri, Laufskálum 4, Hellu
2. Þorgils Torfi Jónsson, framkvæmdastjóri og oddviti, Freyvangi 6, Hellu
3. Anna María Kristjánsdóttir, bóndi, Helluvaði, Rangárvöllum
4. Ingvar Pétur Guðbjörnsson, kynningarfulltrúi og varaoddviti, Þrúðvangi 31, Hellu
5. Katrín Sigurðardóttir, ferðamálafræðingur, Skeiðvöllum, Holtum
6. Sigríður Th. Kristinsdóttir, kennari og bóndi, Minni-Völlum, Landsveit
7. Ómar Diðriksson, hársnyrtimeistari, Hólavangi 20, Hellu
8. Lovísa B. Sigurðardóttir, stuðningsfulltrúi, Heiðvangi 13, Hellu
9. Bæring J. Guðmundsson, nemi og formaður Fjölnis, FUS í Rangárvallasýslu, Árbæ, Holtum
10. Hilmar E. Guðjónsson, formaður eldri borgara í Rangárvallasýslu, Bogatúni 6, Hellu
11. Sigríður A. Þórðardóttir, kennari og bóndi, Þjóðólfshaga, Holtum.
12. Guðmundur G. Guðmundsson, nemi, Brekku, Þykkvabæ
13. Gísli Stefánsson, kjötiðnaðarmmeistari, Heiðvangi 6, Hellu
14. Helga Fjóla Guðnadóttir, verkakona og hreppsnefndarfulltrúi, Skarði, Landsveit

Þeir sem eru í sjö efstu sætunum fengu bindandi kosningu í fjölmennu prófkjöri sem haldið var 10. apríl sl. Helga Fjóla skipar heiðursæti listans, en hún gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Sigurbjartur Pálsson, sem nú gegnir embætti formanns hreppsráðs, hefur ákveðið að taka sér hlé frá sveitarstjórnarstörfum, en hann fékk ekki brautargengi í prófkjörinu.