Listi Samfylkingarinnar tilbúinn

Framboðslisti Samfylkingarinnar – Jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur var með lófaklappi á fundi kjördæmráðs í Reykjanesbæ í gærkvöldi

Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, leiðir listann og Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar í Sandgerði er í 2. sæti.

Listinn er þannig skipaður:

1. Oddný G. Harðardóttir alþingismaður Garði

2. Ólafur Þór Ólafsson stjórnsýslufræðingur og forseti bæjarstjórnar Sandgerði

3. Arna Ír Gunnarsdóttir félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi Selfossi

4. Magnús Sigurjón Guðmundsson aðgerðastjóri Selfossi

5. Guðný Birna Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og bæjarfulltrúi Reykjanesbæ

6. Miralem Hazeta húsvörður Höfn í Hornafirði

7. Arna Huld Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur Vestmannaeyjum

8. Guðmundur Oddgeirsson framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi Þorlákshöfn

9. Borghildur Kristinsdóttir bóndi Landsveit

10. Marta Sigurðardóttir viðskiptastjóri og bæjarfulltrúi Grindavík

11. Andri Þór Ólafsson vaktstjóri Sandgerði

12. Kristbjörg Erla Hreinsdóttir öryrki Hveragerði

13. Guðbjörg Anna Bergsdóttir lögfræðingur og bóndi Höfn í Hornafirði

14. Magnús Kjartansson hljómlistarmaður Grímsnesi

15. Guðbjörg Rut Þórisdóttir deildarstjóri Reykjanesbæ

16. Ingimundur Bergmann formaður Félags kjúklingabænda Flóahreppi

17. Kristján Gunnarsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágr. Reykjanesbæ

18. Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélag Íslands Árborg

19. Karl Steinar Guðnason fyrrverandi alþingismaður Reykjanesbæ

20. Margrét Frímannsdóttir fyrrverandi alþingismaður Kópavogi

Fyrri greinSelfyssingar töpuðu í Framhúsinu
Næsta greinEnn dregur úr atvinnuleysi