Listi Bjartrar framtíðar tilbúinn

Framboðslisti Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi er nú frá genginn en hann var lagður fyrir stjórn Bjartrar framtíðar á fundi í síðustu viku.

Fjögur efstu sæti listans höfðu verið kynnt áður en meðal þeirra sem eru neðar á listanum eru Selfyssingurinn Atli Fannar Bjarkason, framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar, söngkonan Hera Björk frá Byggðarhorni í Sandvíkurhreppi og leikkonan Lilja Nótt Þórarinsdóttir frá Eyvík í Grímsnesi. Pétur Skarphéðinsson, læknir í Laugarási, skipar heiðurssæti listans.

1. Páll Valur Björnsson kennari, Grindavík.

2. Guðlaug Elísabet Finnsdóttir kennari.

3. Heimir Eyvindarson, tónlistarmaður og kennari, Hveragerði.

4. Guðfinna Gunnarsdóttir framhaldsskólakennari, Selfossi.

5. Jóhanna Ýr Jónsdóttir sagnfræðingur, Vestmannaeyjum.

6. Lovísa Hafsteinsdóttir náms- og starfsráðgjafi, Reykjanesbæ.

7. Sigurbjörg Tracey hótelrekandi, Vík.

8. Halldór Zoega, fjármálastjóri Keilis.

9. Sunna Stefánsdóttir, háskólanemi, Ölfusi

10. Þórunn Einarsdóttir, jógakennari og fasteignasali, Reykjanesbæ.

11. Kristín Sigfúsdóttir, grunnskólakennari, Geldingalæk.

12. Magnús Magnússon Garðyrkjubóndi, Árbakka.

13. Atli Fannar Bjarkason framkvæmdastjóri frá Selfossi.

14. Jóna Júlíusdóttir nemi, Reykjanesbæ.

15. Jónas Bergmann Magnússon grunnskólakennari, Hvolsvelli.

16. Halldór Hlöðversson forstöðumaður.

17. Anna Sigríður Jónsdóttir sjúkraliði, Grindavík.

18. Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona.

19. Lilja Nótt Þórarinsdóttir leikkona.

20. Pétur Skarphéðinsson, læknir, Laugarási.

Fyrri greinÞrjú sunnlensk bönd í Músíktilraunum
Næsta greinFrábær sigur Þórsara