Listi Bjartrar framtíðar í Árborg fullskipaður

Framboðslisti Bjartrar framtíðar í Árborg var kynntur í kvöld á opnum félagsfundi í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson, sem skipar heiðurssæti listans, stýrði fundinum þar sem ýmis málefni voru rædd auk þess sem efstu frambjóðendur fluttu ávörp.

Listann skipa:
1. Viðar Helgason, fjallaleiðsögumaður og húsasmiður, Stokkseyri
2. Eyrún Björg Magnúsdóttir, stjórnsýslufræðingur og framhaldsskólakennari, Selfossi
3. Már Ingólfur Másson, sagnfræðingur og grunn- og framhaldsskólakennari, Selfossi
4. Guðríður Ester Geirsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur, Stokkseyri
5. Jón Þór Kvaran, áfengis- og meðferðarfulltrúi og matreiðslumeistari, Selfossi
6. Guðfinna Gunnarsdóttir, framhaldsskólakennari, Selfossi
7. Ómar Vignir Helgason, fangavörður og Eyrbekkingur, Selfossi
8. Estelle Burgel, grunnskólakennari og stuðningsfulltrúi, Selfossi
9. Sigurjón Halldór Birgisson, fangavörður, Selfossi
10. Júlía Björnsdóttir, húsmóðir, Stokkseyri
11. Gunnar Páll Júlíusson, framhaldsskólanemi, Selfossi
12. Inga Dögg Ólafsdóttir, kennari og forritari, Tjarnabyggð
13. Herdís Sif Ásmundsdóttir, húsmóðir og háskólanemi, Stokkseyri
14. Gunnar Valberg Pétursson, atvinnurekandi, Stokkseyri
15. Ingibjörg Birgisdóttir, tónlistarkennari, Stokkseyri
16. Hulda Gísladóttir, háskólanemi, Stokkseyri
17. Helgi Bárðarson, verkfræðingur, Selfossi
18. Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson, forfallakennari og álfa- og tröllafræðingur, Stokkseyri

Björt framtíð hefur fengið úthlutað listabókstafnum Æ, en þetta er í fyrsta sinn sem hreyfingin býður fram í Árborg.