Lionskúbbur Selfoss og Emblurnar gefa til HSU

Frá formlegri afhendingu gjafarinnar í síðustu viku. Ljósmynd/HSU

Síðastliðinn fimmtudag afhentu Lionsklúbburinn Embla og Lionsklúbbur Selfoss formlega líknarrúm af nýjustu gerð ásamt náttborði, loftdýnu og fleiri fylgihlutum til lyflækningadeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.

Heildarandvirði gjafarinnar er rúmlega 1,7 milljónir króna. Í tilkynningu frá HSU segir að rúmið hafi verið tekið í notkun á haustmánuðum og það hafi strax sannað gildi sitt.

Rúmið er svokallað veltirúm, sem léttir alla umönnun sjúklinga og auðveldar starfsfólki að sinna þeim á sem allra besta hátt. Á deildinni er mikið lagt upp með að sinna líknarhjúkrun sem best og er það því algjörlega ómetanlegt fyrir stofnunina að finna stuðning við það starf á þennan hátt.

Fyrri greinKótelettan tvöfaldar afrakstur af styrktarlettum
Næsta greinVelgdu úrvalsdeildarliðunum undir uggum