Lionsklúbburinn gaf flóttafjölskyldunni barnabílstóla

Á dögunum afhenti Lionsklúbbur Hveragerðisdeild Rauða Krossins í Hveragerði þrjá nýja og vandaða barnabílstóla með aðstoð verslunar Byko á Selfossi.

Stólarnir eru ætlaðir sýrlensku flóttafjölskyldunni sem flutti í Hveragerði í síðustu viku.

Á myndinni með fréttinni eru Helgi Kristmundsson, formaður Hveragerðisdeildar Rauða Krossins, Daði Ingimundarson, formaður Lionsklúbbs Hveragerðis, Fjóla Einarsdóttir, verkefnastjóri Rauða Krossins og Birgir S. Birgisson, Lionsklúbbi Hveragerðis, við afhendingu stólanna.