Lionsklúbburinn gaf flóttafjölskyldunni barnabílstóla

Á dögunum afhenti Lionsklúbbur Hveragerðisdeild Rauða Krossins í Hveragerði þrjá nýja og vandaða barnabílstóla með aðstoð verslunar Byko á Selfossi.

Stólarnir eru ætlaðir sýrlensku flóttafjölskyldunni sem flutti í Hveragerði í síðustu viku.

Á myndinni með fréttinni eru Helgi Kristmundsson, formaður Hveragerðisdeildar Rauða Krossins, Daði Ingimundarson, formaður Lionsklúbbs Hveragerðis, Fjóla Einarsdóttir, verkefnastjóri Rauða Krossins og Birgir S. Birgisson, Lionsklúbbi Hveragerðis, við afhendingu stólanna.

Fyrri greinHr. Prump forseti…
Næsta greinÞyrla sótti göngumann í Reykjadal – Myndband