Lionsklúbburinn gaf Ási skoðunarbekk

Síðastliðinn mánudag afhenti Lionsklúbbur Hveragerðis Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Ási fullkominn skoðunarbekk til eignar.

Við sama tækifæri var Ási veitt viðurkenning fyrir dyggan stuðning gegn um tíðina við Lionsklúbb Hveragerðis.

Það var Finnur Jóhannsson, formaður Lionsklúbbs Hveragerðis, sem afhenti Birnu Sif Atladóttur, hjúkrunarframkvæmdastjóra Áss, bekkinn formlega ásamt viðurkenningarskildi fyrir dyggan stuðning.

Fyrri greinEitt stærsta fjós landsins mun rísa í Gunnbjarnarholti
Næsta greinTónar og trix safna á Karolina Fund