Lionsklúbbarnir héldu svæðishátíð

Svæðishátíð Lionsmanna á svæði 4 fór fram á Hótel Örk um síðustu helgi og tókst afar vel. Lionsklúbbar á svæði 4 eru orðnir tíu talsins.

Það eru Lionsklúbbur Hveragerðis, Lionsklúbbur Þorlákshafnar, Lionsklúbbur Selfoss, Lionsklúbburinn Emblur, Lionsklúbbur Vestmannaeyja, Lionsklúbburinn Geysir, Lionsklúbbur Laugardals, Lionsklúbburinn Skjaldbreiður, og Lionsklúbburinn Dynkur og Lionsklúbburinn Eden sem er nýjustu klúbbarnir.

Það var Rögnvaldur Pálmason, svæðisstjóri, sem stóð fyrir hátíðinni.

Fulltrúar klúbbanna kynntu störf sinna klúbba og sumir fóru með gamanmál. Heiðursgestur fundarins og aðalræðumaður kvöldsins var Halldór Einarsson (Henson) og Jón Pálmason, umdæmisstjóri, heiðraði hátíðina með nærveru sinni.

Emblukórinn kom fram og söng tvö lög. Þá var matast saman og að lokum tók hljómsveitin Halógen við og lék fyrir dansi fram á nótt.

Fyrri greinSlökkviliðsmönnum boðið upp á sölvakryddaðan þorsk
Næsta greinSkellur í fyrsta leik