Lindin næst betur en RÚV

Í lok febrúar voru haldnir íbúafundir í gömlu hreppum Rangárþings eystra þar sem farið var yfir ýmislegt sem tengdist eldgosinu í Eyjafjallajökli.

Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, segir fundina hafa verið afar gagnlega og ýmislegt kom þar fram sem vert er að skoða. Eitt af því sem bæta þarf á svæðinu eru fjarskiptamál.

Meðal þess sem íbúar bentu á var að útsendingarbylgjur Ríkisútvarpsins næðust misvel á svæðinu.

“Það er ekki nóg að rukka okkur um 18.000 kr. í afnotagjald á ári og að það sé svo þannig að útvarpsstöðin Lindin heyrist betur og víðar en Ríkisútvarpið. Hugsanlega er Lindin betur tengd almættinu en RÚV,” segir Ísólfur Gylfi í pistli í fréttabréfi sveitarfélagins.

Fyrri greinInnbrotstilraun í Tíuna
Næsta greinTekinn sviptur í þriðja sinn