Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini níunda árið í röð

Ljósmynd/Lindex

Níunda árið í röð styður Lindex baráttuna við brjóstakrabbamein á Íslandi með hjálp viðskiptavina sinna og starfsfólks.

Tíu prósent af allri sölu hjá Lindex helgina 16. til 18. október mun renna til styrktar málefninu auk þess sem fyrirtækið gefur allan ágóða af bleika pokanum og bleiku regnhlífinni. Bleiku vörurnar eru báðar sérhannaðar úr endurunnum efnum.

„Við trúum því að við séum sterkari saman og að með sameiginlegu átaki getum við skipt sköpum. Hjá Lindex starfa margar konur og svo eru viðskiptavinir okkar að mestum hluta konur og við finnum til ábyrgðar gagnvart þeim öllum og því finnst okkur mikilvægt að leggja okkar að mörkum í baráttunni. Frá upphafi hafa safnast um 24 milljónir og það er allt að þakka okkar frábæru viðskiptavinum og starfsfólki,“ segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir umboðsaðili Lindex á Íslandi.

Bleiki fjölnota pokinn og bleika regnhlífin fást í öllum verslunum og í netverslun Lindex.

Fyrri greinÞjótandi átti lægsta boð í strenglagningu
Næsta greinÁstþór gefur kost á sér á lista Samfylkingarinnar