Lína Björg Tryggvadóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.
Lína Björg hefur undanfarið gengt starfi byggðaþróunarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu en var áður verkefnastjóri í byggðaþróunardeild Vestfjarðastofu og kom að uppbyggingu hennar.
Hún er viðskiptafræðingur og með master í sjávarbyggðafræðum, þverfræðilegu meistaranámi þar sem fengist er við þróun byggða í fortíð og framtíð, auk diplómu í opinberri stjórnsýslu.

