Límtréshagnaður og Landsvirkjun greiða

Ljósleiðaravæðing Skeiða- og Gnúpverjahrepps er hafin en þetta er stærsta verkefni sem hreppurinn hefur ráðist í eftir sameiningu.

Stefnt er að því að leggja ljósleiðara á 172 heimili í hreppnum. Kostnaðaráætlun við verkið er 195 milljónir króna og samið hefur verið við Þjótanda ehf. um lagningu ljósleiðarans.

Verkið er fjármagnað með eigin fé að stærstum hluta en einnig nýtur hreppurinn rammasamnings sem gerður var við Landsvirkjun í tengslum við virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Þar var kveðið á um að Landsvirkjun myndi kosta hluta af verkefninu. Einnig á hreppurinn nokkuð í sjóðum eftir sölu á hlut í Límtré.

Öllum lögbýlum búðst að fá ljósleiðara að kostnaðarlausu en sumarhús og jarðir sem ekki eru lögbýli greiða kostnað frá skiptikassa að húsi.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu