Lilja Rannveig kosin ritari Framsóknar

Forystufólk Framsóknar (f.v.) Lilja Rannveig, Sigurður Ingi og Lilja Alfreðsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, var kjörin ritari Framsóknarflokksins á haustfundi miðstjórnar flokksins í dag.

Þrjú voru í framboði til ritara. Lilja Rannveig hlaut 53,3% atkvæða, Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings hlaut 27,2% og Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, hlaut 19,5% atkvæða.

Í tilkynningu frá Framsókn segir að miðstjórnarfundurinn hafi verið sá fjölmennasti í sögu Framsóknar, en um 300 fulltrúar og gestir víðs vegar að af landinu tóku þátt í honum.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, greindi á fundinum frá því að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs sem formaður á næsta flokksþingi. Hann flutti kraftmikla ræðu þar sem hann þakkaði samstarfsmönnum og flokksfólki traust og stuðning á undanförnum árum, og lýsti yfir trú sinni á bjarta framtíð flokksins. Ræðu formannsins lauk með standandi lófaklappi.

Á fundinum var jafnframt ákveðið að næsta flokksþing Framsóknar verði haldið helgina 14.–15. febrúar næstkomandi.

Fyrri greinSig­urð­ur Ingi hættir sem for­mað­ur
Næsta greinGlans lokað tímabundið