Líkur á nálgunarbanni

Lögreglustjórinn á Selfossi mun fara fram á að manni sem handtekinn var á Selfossi laugardagsmorgun verði gert að sæta nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni.

Eins og sunnlenska.is greindi frá um helgina reyndi maðurinn að brjótast inn á heimili konunnar. Konan og sambýlismaður hennar urðu vör við manninn þar sem hann reyndi að komast inn í húsið og kölluðu strax á lögreglu.

Lögreglumenn fundu manninn skammt frá heimili konunnar. Hann reyndist mjög ölvaður og bar á sér flökunarhníf sem hann kastaði frá sér um leið og hann varð lögreglunnar var.

Maðurinn hafði um nóttina ítrekað hringt í konuna og valdið henni ónæði.

Fyrri greinFéll tíu metra á mótorhjóli
Næsta greinMætti ekki á íbúafund vegna dómsmáls