Líkur á jarðskjálftum í dag

Breytingar verða á niðurrennsli við Hellisheiðarvirkjun í dag, föstudaginn 3. júlí, þegar varmastöð verður gangsett eftir rekstrarstopp.

Við það lækkar hitastig skiljuvatns í niðurrennslisveitu um ca 50°C, rennsli í niðurrennslisholur í Húsmúla og Gráuhnúkum eykst og losun í yfirfall stöðvast. Á meðan á þessu stendur eru auknar líkur á skjálftavirkni á niðurdælingasvæðunum.

Í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir að aðgerðum muni ljúka samdægurs. Unnið er eftir verklagi við breytingar í niðurrennsli virkjunarinnar og aðgerðum stýrt til að lágmarka hættu á að skjálftar finnist í byggð.

Fyrri greinÞjótandi bauð lægst í ljósleiðaralagningu
Næsta greinBúið að opna Landmannaleið