Líklegt að vinna verði skorin niður í vetur

Flest stærri verk eru að klárast hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða og ekki horfur á að slík verk verði boðin út í bráð.

Að sögn Ólafs Snorrasonar, framkvæmdastjóra Ræktunarsambandsins, verður líklega brugðið á það ráð að draga úr vinnu í vetur. Sagðist Ólafur vonast til þess að ekki komi til
uppsagna hjá félaginu en þar eru nú 55 starfsmenn.
Ræktunarsambandið hefur verið að ljúka stærri verkum, svo sem við Hellisheiðarvirkjun og brú yfir Hvítá en engin slík verk eru nú í kortunum.
,,Við bindum vonir við smærri verkefni á næstunni og einhver slík verða boðin út. Annars eru horfur ekki mjög bjartar,” sagði Ólafur.