Líkfundur við Hvítá

Í leitarflugi Landhelgisgæslunnar með björgunarsveitarmönnum frá Björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum í dag fannst lík af karlmanni á austurbakka Hvítár, fyrir neðan Brúarhlöð.

Líkið hefur verið flutt til rannsóknar á Rannsóknarstofu Háskólans í réttarmeinafræði þar sem fram fer krufning á því ásamt því að Kennslanefnd ríkislögreglustjóra mun vinna með réttarmeinafræðingi að því að bera kennsl á það.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi segir að sterkar líkur séu á því að líkið sé af Nika Begadze sem féll í Hvítá við Gullfoss fyrr í sumar.

Fyrri greinTýndur maður húkkaði far með björgunarsveitarbíl
Næsta greinBanaslys við Reynisfjöru