Líkfundur við Háöldu

Lík fannst á Landmannafrétti í gær við Háöldu. Líkið er talið vera af Bandaríkjamanninum Nathan Foley Mendelssohn sem leit var gerð að sl. haust.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi fer með rannsókn málsins ásamt lögreglunni á Hvolsvelli.

Málið er í hefðbundu ferli og hefur verið óskað aðkomu kennslanefndar, svo unnt sé að bera kennsl á manninn.

Fyrri greinFjórtán milljóna halli á rekstrinum
Næsta greinEydís ráðin sveitarstjóri Flóahrepps