Líkfundur í Þórsmörk

Þórsmörk. Ljósmynd/Hreinn Óskarsson

Maður fannst látinn í Þórsmörk í gærkvöldi en það voru ferðalangar á svæðinu sem gengu fram á líkið.

Ríkisútvarpið greindi fyrst frá þessu og staðfestir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, líkfundinn í samtali við fréttastofu RÚV.

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar málið en ekki grunur um að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti.

Fyrri greinTrampólín á flugi og tré rifnuðu upp með rótum
Næsta greinElín Esther ráðin rekstrarstjóri á Úlfljótsvatni