Vegfarandi um Sprengisandsleið kom að látnum manni utan vegar skammt norðan við Vatnsfell um 11:30 í gærdag.
Líkið er af erlendum ferðamanni og er unnið að því að upplýsa aðstandendur hans um látið með aðstoð ræðismanns viðkomandi ríkis.
Af gögnum mannsins og ummerkjum að ráða virðist hann hafa verið einn á ferð og ekkert á vettvangi bendir til saknæms athæfis.
Rannsókn málsins er í höndum lögreglu á Suðurlandi og er gert ráð fyrir að krufning verði framkvæmd nk. þriðjudag.
Frekari upplýsingar verða ekki gefnar fyrr en staðfest hefur verið að aðstandendur hafi fengið upplýsingar um málið.