Líkamsárás í Reykjaskógi

Lögregla var kölluð í sumarbústað í Reykjaskógi í Biskupstungum aðfaranótt sunnudags vegna karlmanns sem réðist þar á konu.

Rétt áður en lögreglumenn komu á staðinn var aðstoðin afturkölluð þar sem karlmaðurinn var farinn úr bústaðnum.

Áverkar konunar voru minni háttar. Ekki liggur fyrir hvort hún mun leggja fram formlega kæru.