Líkamsárás í Hveragerði

Ráðist var á mann í Hveragerði laust eftir miðnætti í gær og hann kinnbeinsbrotinn. Talið er að árásarmennirnir hafi verið fleiri en einn.

Árásarmannanna er nú leitað, en fórnarlambið þekkti þá ekki og tildrög árásarinnar eru óljós.

Fórnarlambið var flutt til aðhlynningar á sjúkrahús og býst lögregla við að kæra verði lögð fram vegna árásarinnar.