Líkamsárás í Þorlákshöfn

Lögreglan á Selfossi fékk í nótt tilkynningu um líkamsárás á veitingahúsinu Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn.

Þar réðst maður á annan mann og veitti honum áverka í andliti. Lögreglan telur sig vita hver árásarmaðurinn er en ekki er búið að yfirheyra hann.

Nokkur erill var hjá Selfosslögreglu í nótt en leysa þurfti úr minniháttar ágreiningsmálum og pústrum. Auk þess þurfti lögregla að hafa afskipti af fólki sem fór óvarlega með flugelda.