Líkamsárás á Selfossi

Lögregla og sjúkralið var kallað að íbúðarhúsi á Selfossi snemma á laugardagsmorgun vegna manns sem ráðist var á.

Aðdragandi árásarinnar var með þeim hætti að ungur maður hrinti öðrum niður tröppur innanhúss og dró hann síðan út úr húsinu þar sem hann sparkaði í höfuð og bak mannsins.

Þegar lögregla kom á staðinn var árásarmaðurinn horfinn en vitað er hver hann er.

Árásarþolinn var fluttur á heilsugæsluna á Selfossi en reyndist ekki hafa hlotið alvarlega áverka af þessari fautalegu árás að því er fram kemur í dagbók Selfosslögreglu.

Fyrri greinFimm verðlaun á Selfoss
Næsta greinInnbrotstilraun í Tíuna