Lífrænn úrgangur – frá upphafi til enda

Fyrr í dag sendi Umhverfis Suðurland frá sér fræðslumyndband þar sem ferli lífræns úrgangs er sýnt frá uppafi til enda.

„Nú hafa öll sveitarfélögin á Suðurlandi hafið söfnun á lífrænum úrgangi því fylgja oftar en ekki spurningar viðlíka þeirri sem Árni Geir er að spyrja – það er hvað svo? Því fannst okkur tilvalið að fara þessa í myndbandsgerð til þess að leiða íbúa í allan sannleikann um ferlið,“ segir Ingunn Jónsdóttir, verkefnastjóri Umhverfis Suðurland, í samtali við sunnlenska.is.

Í myndbandinu fylgist Flóadrengurinn Árni Geir Hilmarsson, handboltaþjálfari og kennari, með ferli lífræns úrgangs og hvað ber að varast þegar fólk flokkar lífrænan úrgang.

„Eins er það ákaflega mikilvægt og einmitt komið inn á það ítrekað í myndbandinu að plast – og reyndar líka málmur, s.s. hnífapör – eiga alls ekki heima í lífræna pokanum og valda miklum skaða þar sem hráefnið verður ill-vinnanlegt,“ segir Ingunn að lokum.

Fyrri grein7,5 milljónir króna í sektir
Næsta greinHamar styrkir stöðu sína á toppnum – Selfoss tapaði