Líflína fyrir klúbbinn

„Sveitarfélagið er að koma klúbbnum til bjargar. Þetta er líflína fyrir hann,“ segir Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Selfoss.

Fyrir stuttu gerði klúbburinn samning við Sveitarfélagið Árborg sem felur í sér að sveitarfélagið mun styrkja klúbbinn með árlegum rekstrarstyrkjum til ársins 2022. Rekstur klúbbsins hefur gengið mjög illa síðustu ár og blasti gjaldþrot við honum. Samningur þessi tryggir því áframhaldandi starfsemi á Svarfhólsvelli.

Samningurinn var undirritaður þann 8. maí sl. en undirbúningsvinnan hófst í júní á síðasta ári. „Strax á öðrum bæjarstjórnarfundinum sem ég fór á fann ég fyrir miklum meðbyr,“ segir Hlynur Geir.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.

Fyrri greinJón Daði í U21 árs liðið
Næsta greinEnn tapar KFR