Lífland opnar á Hvolsvelli

Lífland opnaði glæsilega verslun að Ormsvelli 5 á Hvolsvelli í síðustu viku. Áður var Lífland með verslun á Stórólfsvelli þar sem Búaðföng voru til húsa.

Með nýrri verslun á Hvolsvelli eru verslanir Líflands orðnar fimm talsins; í Reykjavík, Borgarnesi, á Blönduósi og Akureyri ásamt því að reka hestavöruverslunina Top Reiter í Kópavogi.

Vöruúrval Líflands er fjölbreytt fyrir hverskonar starfsemi tengdri landbúnaði, hestaíþróttum, gæludýrum og þjónustu við matvælaiðnaðinn.