Lífeyrissjóðurinn selur sinn hlut í Verkalýðshúsinu

Lífeyrissjóður Rangæinga (LR) hyggst selja hlut sinn í Verkalýðshúsinu ehf. til að bregðast við athugasemdum frá Fjármálaeftirlitinu.

Að sögn Þorgils Torfa Jónssonar, stjórnarformanns lífeyrissjóðsins, er það skilningur stjórnarinnar að hér sé meira um að ræða túlkunaratriði en alvarlega athugasemd.

Þorgils Torfi sagði að með því að færa eignarhlutinn beint yfir á Suðurlandsbraut 1-3 ehf. muni sjóðurinn uppfylla skilyrði FME.

Eins og komið hefur fram hefur FME gert talsverðar athugasemdir við LR eftir heimsókn eftirlitsins þar sem framkvæmd var athugun á starfsemi lífeyrissjóðsins.

Nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinBúðartunguvirkjun til rannsóknar
Næsta greinKirkjugarður vígður við Sólheimakirkju