Líf og fjör hjá skátum í Hveragerði

Um helgina eru smiðjudagar skáta haldnir í tuttugasta sinn, að þessu sinni í Hveragerði. Liðlega 200 skátar á aldrinum 14 – 18 ára eru saman komnir í Hveragerði til að skemmta sér.

Þriðju helgina í október ár hvert er haldið um allan heim svokallað JOTA/JOTI. Þá hittast skátar fyrir framan talstöðvar og tölvur í öllum heimsálfum. Um er að ræða notkun upplýsingatækni við að tengja saman unglinga alls staðar í heiminum í þágu friðar.

Mótið hófst í gærkvöldi með setningarathöfn í sundlauginni í Laugarskarði, þar sem slegið var met í þegar 83 skátar yfirfylltu heita pottinn sem venjulega rúmar aðeins tíu gesti.

Hápunktur helgarinnar er afmæliskvöldvaka sem fer fram í Grunnskólanum í Hveragerði kl. 21 í kvöld.

Fyrri greinFluttur á slysadeild eftir bílveltu
Næsta greinHamar gaf eftir í seinni hálfleik