Líf og fjör á opnunarhátíð Selfosshallarinnar

sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Það var frábær mæting og góð stemning á opnunarhátíð Selfosshallarinnar í gær. Fjöldi fólks mætti á staðinn og skoðaði þetta glæsilega mannvirki sem hefur nýst íbúum í sveitarfélaginu vel í allan vetur, frá því húsið var tekið í notkun í september síðastliðnum.

Lína langsokkur og Jón Jónsson skemmtu gestum og deildir ungmennafélagsins voru með kynningu á sinni starfsemi. Grillaðar voru pylsur sem runnu í hundraðavís niður í svanga maga. Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir fór ekki í pylsuröðina, heldur mundaði hún myndavélina og tók myndirnar hér að neðan.

Fyrri greinTil unga fólksins í Árborg!
Næsta greinFagleg ráðning bæjarstjóra