Líf og fjör á Flúðum um verslunar-mannahelgina

Um Verslunarmannahelgina munu Flúðir í Hrunamannahreppi iða af lífi og öll fjölskyldan ætti að finna viðburði við sitt hæfi.

Á föstudag verður meðal annars Pub-Quiz í félagsheimilinu og dansleikur með Á móti sól.

Hin gríðarlega vinsæla og árlega furðubátakeppni fer fram klukkan 14:00 á laugardaginn á Litlu-Laxá. Laddi ætlar að vera í félagsheimilu með sýningu á laugardagskvöldinu og Stuðlabandið mun leika á dansleik frameftir nóttu.

Leikhópurinn Lotta kemur fram í Lystigarðinum á Flúðum á sunnudaginn klukkan 13:00 og á sunnudagskvöldið mun Grétar Örvarsson stýra brekkusöng í Torfdal. Afmælisdrengirnir í Sniglabandinu verða svo með stórhátíðardansleik í félagsheimilinu.

Ýmsir aðrir viðburðir og uppákomur verða í boði í Hrunamannahreppi um helgina en Sonus viðburðir halda utan um hátíðina í samstarfi við Menningarnefnd Hrunamannahrepps, Víking og Coke Cola.

Nánari upplýsingar má finna á
*Facebook
*SnapChat: fludirumverslo
Fyrri greinHrunamenn eignuðust tvo Evrópumeistara
Næsta greinMeð 11 ára barn í skottinu