Lið FSu stóð sig vel í Boxinu

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands varð í 5. sæti í Boxinu, framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, en úrslitakeppnin fór fram í Háskólanum í Reykjavík um síðustu helgi.

Átta lið komust í úrslitakeppnina og að lokum var það lið Menntaskólans á Akureryri sem fór með sigur af hólmi. Aðeins skildu sex stig að liðin í 2.-5. sæti og úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaþraut.

Í úr­slit­un­um fóru fimm manna lið frá hverj­um skóla í gegn­um fjöl­breytta þrauta­braut sem reyndi á bæði á hug­vit og verklag. Liðin fóru á milli stöðva og fengu hálf­tíma til að leysa hverja þraut.

Í liði FSu voru þau Sverrir Heiðar Davíðsson, Halldóra Íris Magnúsdóttir, Anna Guðrún Þórðardóttir, Guðmundur Bjarnason og Þórir Gauti Pálsson. Þau stóðu sig firna vel, unnu m.a. með glæsibrag þraut sem snerist um að koma beinni sjónvarpsútsendingu í loftið með öllu tilheyrandi og hlutu sérstaka viðurkenningu frá Jáverk fyrir brúarsmíð. Ágústa Ragnarsdóttir, myndlistarkennari, hefur yfirumsjón með Boxinu fyrir hönd FSu.

Að Boxinu standa Sam­tök iðnaðar­ins, Há­skól­inn í Reykja­vík og Sam­band ís­lenskra fram­halds­skóla­nema. Mark­miðið með Box­inu er að kynna og vekja áhuga nem­enda í fram­halds­skól­um á verk- og tækni­námi og fjöl­breytt­um störf­um í iðnaði.

Fyrri greinNeyðarblys reyndust vera ljósker
Næsta greinStórt tap í Stykkishólmi