Lið FSu í 8-liða úrslit

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands er komið í 8-liða úrslit spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur.

FSu lagði lið Menntaskólans í Kópavogi nokkuð örugglega í viðureign á Rás 2 í kvöld. FSu tók forystuna strax eftir hraðaspurningarnar, 9-11, og hélt henni til leiksloka.

Lokatölur urðu 10-15. Fyrstu viðureignirnar í 2. umferð fóru fram í kvöld og lýkur í vikunni. Að þeim loknum standa átta lið eftir sem mætast munu í sjónvarpssal.

Lið FSu skipa þeir Óskar Hróbjartsson, Sigmar Atli Guðmundsson og Magnús Borgar Friðriksson.