Leystur úr gæsluvarðhaldi og dæmdur í farbann

Héraðsdómur Suðurlands á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Maður sem er grunaður um manndráp á Selfossi í lok apríl var leystur úr gæsluvarðhaldi í kvöld. Hann hefur setið í varðhaldi í átján vikur, langt umfram það sem lög almennt leyfa nema ákæra sé gefin út.

Ríkisútvarpið greinir frá þessu en lögregla gerði ekki kröfu um framlengingu varðhaldsins en fór þess í stað fram á að maðurinn yrði úrskurðaður í farbann. Héraðsdómur Suðurlands féllst á það klukkan sjö í kvöld.

Maðurinn er grunaður um að hafa banað konu á þrítugsaldri. Hann neitar sök og segist telja að konan hafi látist úr ofneyslu fíkniefna. Rannsókn lögreglu stendur enn og beðið er endanlegrar niðurstöðu úr krufningu.

Frétt RÚV

Fyrri greinÖlfusið eitt orkuríkasta svæði landsins
Næsta greinSamið um uppskiptingu Alviðru og Öndverðarness II