Leyft að tjalda við Sunnulækjarskóla

Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt umsókn handknattleiksdeildar Umf. Selfoss um leyfi til að hafa tjaldsvæði á túninu við Sunnulækjarskóla á meðan á fjölskylduhátíðinni Kótelettunni stendur.

Hátíðin verður haldin í þriðja sinn dagana 8.-10. júní nk.

Bæjarráð samþykkir umsóknina, enda verði ströng gæsla á svæðinu allan sólarhringinn og þess gætt að valda ekki ónæði fyrir íbúa í nágrenninu. Einnig er mælst til þess að ekki fari fram áfengisneysla unglinga á svæðinu og farið verði að þeim kröfum sem Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir vegna tjaldsvæða.