Í síðustu viku hafði lögreglan á Suðurlandi afskipti af ökumanni með kínverskt ríkisfang sem reyndist hvorki hafa rekstarleyfi til aksturs með farþega eða ökuréttindi til slíks.
Maðurinn var að aka með farþega sína í Bláa lónið.
Þetta er í annað skiptið sem maðurinn er stöðvaður vegna samskonar brots, en lögreglan kærði hann fyrr í haust.
Maðurinn virtist ekki láta sér þetta að kenningu verða en þegar hann var stöðvaður í síðustu viku vakti það sérstaka athygli lögreglunnar að vinnuveitandi mannsins var með í för að þessu sinni.