Leyfi fyrir stórum lögnum á Hellisheiði

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt að ráðast í breytingar á aðalskipulagi vegna umsvifa Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði, sem fela í sér lagningu stórra gufu- og vatnslagna.

Orkuveitan hyggst nýta öflugar og áður ónýttar borholur í Hverahlíðinni og færa gufu úr þeim í stórum rörum undir Suðurlandsveginn og til virkjunar í Hellisheiðarvirkjun. Þá vill Orkuveitan færa vinnsluvatn úr virkjunum sínum með lögn út í sjó í stað þess að dæla því niður við Gráuhnúka, sunnan Suðurlandsvegar, og Húsmúla, norðan við virkjunina, eins og nú er.

Bæjarstjórn Ölfus heimilar að aðalskipulagi sé breytt svo leggja megi lögnina með Þrengslavegi og til Þorlákshafnar.

Nánar í Sunnlenska fréttablaðinu í dag

Fyrri greinÁrborg vill taka land eignarnámi
Næsta greinKeppni á Landsmóti UMFÍ hafin