Lögreglan á Suðurlandi var við hálendiseftirlit í gær en meðal annars var farið inn í Emstrur og inn á Fjallabaksleið nyrðri og í Landmannalaugar.

Þrír erlendir foreldrar voru uppvísir að því að leyfa börnum sínum, öllum á átjánda ári, en réttindalaus að keyra „fáfarna“ vegi.

Annars voru 23 ökumenn stöðvaðir í gær og reyndust aðrir vera með sitt á heinu og til fyrirmyndar. Af þessum hópi voru þrír íslenskir ökumenn.

Lögreglumenn gistu í Hrauneyjum og halda hálendisvaktinni áfram í dag.