Lettarnir látnir lausir

Nú rétt fyrir klukkan fjögur hafnaði dómari við Héraðsdóm Suðurlands kröfu lögreglustjórans á Selfossi um gæsluvarðhald yfir Lettunum tveimur sem lögreglan rannsakar nú vegna meiriháttar líkamsárásar og innbrota í sjö sumarbústaði.

Þeir hafa verið látnir lausir.

Mennirnir voru leiddir fyrir dómara í gærkvöldi þar sem gerð var krafa um síbrotagæslu. Dómari tók sér frest fram yfir hádegi í dag til að ákveða hvort mennirnir skuli sæta gæsluvarðhaldi eða ekki. Það var mat lögreglu að brýnt sé að taka mennina úr umferð til að stöðva brotaferil þeirra en dómarinn hafnaði því.

Í öllum innbrotunum var flatskjáum stolið ásamt ýmiss konar rafmagnstækjum og öðrum munum. Gefin hefur verið út ákæra á annan manninn vegna á annan tug auðgunarbrota sem hann er sakaður um að hafa framið síðastliðið sumar og í haust.

Fyrri greinSilja Dögg: Beinn og breiður vegur – er á óskalistanum
Næsta greinKjartan gefur „Sjóðnum góða“ miða