Lét hnefana tala í atvinnuviðtali

Karlmaður kom í lögreglustöðina á Selfossi síðdegis á laugardag og kærði annan fyrir líkamsárás. Sá sem varð fyrir árásinni hafði ætlað að ráða hinn manninn í vinnu.

Þeim sinnaðist í viðræðum sínum með þeim afleiðingum að sá sem hugðist ráða sig í vinnuna réðist á hinn með hnefahöggum sem leiddi til tannbrots.

Málið er í rannsókn hjá lögreglu.