Lést við Hrafntinnusker

Maðurinn sem lést í vélsleðaslysi við Hrafntinnusker í gær hét Svavar Sæmundur Tómasson. Hann var 54 ára gamall til heimilis að Hamratanga 15 í Mosfellsbæ.

Svavar lætur eftir sig eiginkonu, þrjú uppkomin börn og þrjú barnabörn.

Fjölskylda Svavars færir þakkir til allra þeirra sem komu að björguninni.