Lést í slysi á Rangárvöllum

Maðurinn sem lést í umferðaslysinu á Þingskálavegi í gær hét Óli Jóhann Klein. Óli Jóhann var 71 árs gamall, fæddur 7. júlí 1945. Hann var búsettur í Kópavogi og var ókvæntur.

Óli Jóhann var ökumaður fólksbifreiðar sem lenti í árekstri við lítinn sendibíl á Þingskálavegi við Geldingalæk á Rangárvöllum.

Rannsóknardeild Lögreglunnar á Suðurlandi annast rannsókn á tildrögum slyssins.