Lést í hlíðum Ingólfsfjalls

Maðurinn sem lést er svifvængur hans hrapaði í hlíðum Ingólfsfjalls á mánudag hét Grzegorz Czeslaw Rynkowski.

Grzegorz var fæddur í Póllandi 13. mars 1976. Hann var búsettur á höfuðborgarsvæðinu og lætur eftir sig sambýliskonu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu miðar rannsókn málsins vel en hún er unnin af rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi.