Lést eftir umferðarslys í Hrunamannahreppi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Karlmaður á tíræðisaldri, sem var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir þriggja bíla árekstur á mótum Skeiða- og Hrunamannavegar og Auðsholtsvegar þann 10. júlí síðastliðinn, lést á sjúkrahúsi síðastliðinn þriðjudag.

Morgunblaðið greinir frá þessu og hefur eftir Oddi Árnasyni, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi, að maðurinn hafi dvalið á sjúkrahúsi frá því að slysið varð. Ökumenn bílanna þriggja voru allir einir á ferð og hlutu hinir tveir minniháttar áverka.

Þá hafa sex manns látist í umferðarslysum á þessu ári.

Fyrri greinKFR vann Suðurlandsslaginn
Næsta greinAuðvelt að bæta á sig kílóum á HSU