Alvarlegt atvik varð í gær í uppsveitum Árnessýslu, þar sem karlmaður á sextugsaldri varð fyrir skoti úr haglabyssu.
Tilkynning um slysið barst kl. 18:20 og voru lögregla, sjúkraflutningar HSU, læknir, vettvangsliðar frá björgunarsveitum og þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til. Endurlífgunartilraunir voru reyndar en þær báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að rannsókn á atvikum málsins séu í höndum rannsóknardeildar lögreglustjórans á Suðurlandi og nýtur hún aðstoðar tæknideildar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.
Frekari upplýsingar verða ekki veittar að svo stöddu.
