Lést á veiðum við Krakatind

Lögregla, björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kallaðar til síðastliðinn laugardag þegar rjúpnaveiðimaður missti meðvitund, vegna bráðra veikinda, þar sem hann var við veiðar skammt norðan við Krakatind á Landmannaafrétti.

Sonur mannsins var með honum og hafði samband við Neyðarlínu og hóf endurlífgunartilraunir sem áhöfn þyrlu hélt áfram þegar þeir komu á staðinn en þær reyndust árangurslausar.

Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Fyrri greinStálu skotvopni og miklu magni af skotfærum
Næsta greinHáar sektir fyrir of þungan farm