Lenti undir heybagga

Bet­ur fór en á horfðist þegar þriggja ára stúlka lenti und­ir hey­bagga á sveita­bæ í Hrunamannahreppi síðdegis í gær.

Hún var flutt með þyrlu á Land­spít­al­ann seinnipart­inn í gær en að sögn lög­regl­unn­ar á Suður­landi virðist hún vera í góðu lagi og áverka­laus eft­ir að hafa geng­ist und­ir rann­sókn­ir.

mbl.is greinir frá þessu.

Plastklæddur stórbaggi, um 300 kíló að þyngd, lenti á stúlk­unni og missti hún við það meðvit­und. Hún hafði verið að leika sér með öðrum krökk­um inn­an um ­bagga þegar slysið varð.

Stúlkan komst fljótlega til meðvitundar en til öryggis var ákveðið að senda hana með þyrlu á Landspítalann.