Lenti undir grjóti við Gígjökul

Björgunarsveitir frá Hvolsvelli og undir Eyjafjöllum voru kallaðar út fyrir hádegi vegna slyss á ferðakonu við Gígjökul á Þórsmerkurleið.

Svo virðist sem grjót hafi hrunið úr jöklinum og lent á konunni.

Þar sem um höfuðáverka var að ræða var talið öruggast að flytja konuna með þyrlu á slysadeild og var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar því kölluð á vettvang.

Fyrri greinHreppsráð færir Laugalandsskóla hamingjuóskir
Næsta greinVara við íshellinum í Gígjökli