Lenti undir dráttarvél

Sl. sunnudag lenti kona undir dráttarvél sem verið var að draga í gang á sveitabæ í Landeyjum. Fór afturhjól dráttarvélarinnar yfir bæði læri hennar.

Konan var flutt með sjúkrabíl á heilsugæsluna á Hvolsvelli. Hún hlaut einungis minniháttar meiðsli og fékk að fara heim að lokinni læknisskoðun.