Lenti með fingur í vélsagarblaði

Vinnuslys varð við sumarbústað í landi Ásgarðs í Grímsnesi í síðustu viku þar sem trésmiður lenti með fingur í sagarblaði vélsagar.

Sjúkraflutningamenn á Selfossi fengu SMS boð frá Neyðarlínunni um slysið og fóru á staðinn.

Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítala í Fossvogi þar sem gert var að sárum hans.